Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. maí 2022 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Feyenoord og Roma: Abraham fremstur
Tammy Abraham byrjar úrslitaleikinn
Tammy Abraham byrjar úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Feyenoord og Roma eigast við í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld en leikurinn fer fram í Tírana í Albaníu.

Roma hefur aldrei unnið Evrópukeppni á vegum UEFA en tvisvar komist í úrslit. Liðið fór í úrslit Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 en tapaði fyrir Liverpool og þá mætti liðið Inter í úrslitum Evrópukeppni félagsliða árið 1991 en tapaði því einvígi einnig.

Feyenoord hefur á meðan unnið UEFA-bikarinn tvisvar og síðast árið 2002 og Evrópukeppni meistaraliða árið 1970.

Byrjunarlið beggja liða má sjá hér fyrir neðan.

Feyenoord: Bijlow; Geertruida, Trauner, Senesi, Malacia, Aursnes, Kokcu, Til, Nelson, Dessers, Sinisterra

Roma: Rui Patricio; Mancini, Smalling, Ibanez, Karsdorp, Cristante, Mkhitaryan, Pellegrini, Zalewski, Zaniolo, Abraham
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner