Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 25. maí 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Finnur lykt af einhverju fyrir austan - „Fæ á tilfinninguna að þessi sameining sé ekkert rosalega 'smooth'"
Mynd: KFA
Knattspyrnufélag Austurlands, KFA, var til umræðu í Ástríðunni þessa vikuna. KFA er sameinað lið Leiknis Fáskrúðsfirði og Fjarðabyggðar.

Þeir Gylfi Tryggvason og Sverrir Mar Smárason ræddu málin. KFA gerði 1-1 jafntefli við Völsung um síðustu helgi og er með tvö stig eftir þrjár umferðir.

„Það er ekki þeim að þakka að þeir gerðu jafntefli við Völsung," sagði Gylfi en rétt á undan hafði verið rætt um að Völsungur hefði átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma. Í kjölfarið var svo rætt um hvort verið væri að vanmeta KFA en liðinu var spáð falli fyrir tímabil. Hitt stigið sem KFA fékk var gegn KF á heimavelli í fyrstu umferð.

„Ég sé ekkert spennandi við þetta lið, þeir eru með þrjá leikmenn á annars flokks aldri í byrjunarliðinu og einn sem kemur inná sem er jákvætt," sagði Gylfi.

„Þetta eru færri heimastrákar en ég reiknaði með úr sameiningu," sagði Sverrir. „Þetta er ekkert sameinað lið. Það eru engin tvö lið sem voru að sameinast í þetta lið. Ég fæ á tilfinninguna að þessi sameining sé ekkert rosalega 'smooth'," sagði Gylfi.

„Þú sérð að allir sem spiluðu með Fjarðabyggð í fyrra eru farnir í Boltafélag Norðfjarðar," sagði Sverrir. „Ég finn lykt af einhverju, þetta eru ekki tvö lið að sameinast og ætla sér að byggja eitt sterkt lið úr tveimur sæmilegum liðum. Þetta er rosalega skrítið eitthvað," sagði Gylfi.

„Þetta er rosalega spes. Í staðinn fyrir að vera áfram með lið í 2. deild og lið í 3. deild eru þeir með eitt lið í 3. deild og tvö í 4. deild fyrir austan. Það eru leikmenn í BN sem ættu að vera eitthvað í kringum þetta hjá KFA," sagði Sverrir.

„Ef þú tekur bestu leikmennina úr tveimur af lélegustu liðum deildarinnar, ættiru ekki að geta búið til fínt lið úr því eða er ég eitthvað að rugla? Ég held að þessi sameining sé ekkert að ganga neitt rosalega vel og ég held að við séum ekkert að vanmeta þá neitt. Þeir eru án sigurs og fer ekkert rosalega vel af stað," sagði Gylfi.

Fjarðabyggð endaði í 11. sæti í fyrra og féll því niður í 3. deild. Leiknir endaði í 10. sæti deildarinnar.

Ástríðubræður sjá ekki fyrir sér mörg stig fyrir KFA í næstu 5 leikjum. Umræðuna má nálgast í spilaranum hér að neðan eftir um 33 mínútur.
Ástríðan - 3. umferð - Magnaður Kristófer og ekki tala við okkur um virðingu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner