Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 25. maí 2023 15:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Einn albesti leikmaður í sögu Breiðabliks
Elfar er 33 ára miðvörður sem varð meistari með Breiðabliki 2010 og 2022.
Elfar er 33 ára miðvörður sem varð meistari með Breiðabliki 2010 og 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir þetta tímabil hafði Elfar spilað allan sinn feril á Íslandi hjá Breiðabliki. Erlendis spilaði hann með AEK Aþenu, Stabæk, Horsens og var á mála hjá Randers.
Fyrir þetta tímabil hafði Elfar spilað allan sinn feril á Íslandi hjá Breiðabliki. Erlendis spilaði hann með AEK Aþenu, Stabæk, Horsens og var á mála hjá Randers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var til viðtals í Þungavigtinni í gær þar sem hitað var upp fyrir stórleiki kvöldsins.

Breiðablik mætir Val í kvöld og í liði Vals er Elfar Freyr Helgason sem Valur fékk frá Breiðabliki í vetur. Hann missti af fyrri leiknum gegn Breiðabliki á tímabilinu vegna meiðsla.

Kristján Óli Sigurðsson, annar af þáttarstjórnendum, nefndi að ein saga leiksins væri sú að Elfar, sem er einn af þremur leikmönnum Breiðabliks sem varð meistari bæði 2010 og 2022, sé að mæta á sinn gamla heimavöll.

„Hann hlýtur að ætla sýna þér og Blikum að hann sé ennþá alvöru fótboltamaður," sagði Kristján Óli.

„Elli þarf náttúrulega ekki að sýna einum né neinum það að hann sé alvöru fótboltamaður, því hann er alvöru fótboltamaður, hefur alltaf verið það og mun verða það," sagði Óskar.

„Hann nýtur gríðarlegrar virðingar á meðal stuðningsmanna Breiðabliks, leikmanna Breiðabliks og meðal þjálfarateymisins - allra sem koma að Breiðabliki."

„Ég vona bara að hann muni njóta þess að spila á Kópavogsvelli á morgun. Ég veit að hann mun ekki fá neitt annað en ást frá öllum, enda einn albesti leikmaður í sögu Breiðabliks."

„Það er bara stundum þannig að stundum þurfa menn að breyta til, skipta um stað. En Elli þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum, hann er löngu búinn að því,"
sagði Óskar Hrafn.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kópavogsvelli.

Viðtal við Óskar frá í gær:
Óskar Hrafn: Sá leikmaður þarf að vera eitthvað verulega skrýtinn

Sjá einnig:
Elfar Freyr kom mjög vel út úr þeim prófum sem hann var settur í (7. des '22)
Bjóst alls ekki við að sjá Ella Helga í annarri treyju á Íslandi (10. feb)
Athugasemdir
banner
banner
banner