Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 25. maí 2024 21:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Katla hóf endurkomu Kristianstad - Diljá skoraði í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Katla Tryggvadóttir skoraði fyrsta mark Kristianstad þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Brommapokjarna í sænsku deildinni á útivelli en heimakonur voru með 1-0 forystu í hálfleik.


Katla var tekin af velli þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Hlín Eiríksdóttir spilaði allan leikinn og Guðný Árnadóttir kom inn á sem varamaður.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir voru í byrjunarliði Örebro þegar liðið tapaði 1-0 gegn AIK. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir kom inn á sem varamaður. Kristianstad er í 3. sæti með 18 stig eftir átta leiki og Örebro er aðeins með eitt stig í næst neðsta sæti.

Leuven eer með 41 stig eftir tíu leiki í 3. sæti belgísku deildarinnar eftir 7-0 stórsigur gegn Gent í dag. Diljá Ýr Zomers skoraði eitt af mörkunum.

Natasha Anasi er fjarverandi vegna meiðsla þegar Brann tapaði 1-0 gegn Stabæk í norsku deildinni. Ásdís Karen Halldórsdóttir var ónotaður varamaður þegar Lilleström vann 2-1 sigur á Roa. Brann er í 5. sæti með 18 stig eftir 10 umferðir, Brann er í 3. sæti með 19 stig eftir níu umferðir.

Þá er Sædís Rún Heiðarsdóttir áfram fjarverandi hjá toppliði Valerenga sem vann 4-1 sigur á Asane.


Athugasemdir
banner
banner
banner