Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 25. júní 2022 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool tilbúið að selja Salah fyrir rétt verð - Sex leikmenn til Chelsea
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins í boði BBC er kominn í hús.



Liverpool íhugar að selja Mohamed Salah ef þeir fá tilboð í kring um 60 milljónir punda í sumar. Salah er undir smá sjá Real Madrid. (Sun)

Arsenal hefur náð samkomulagi við Manchester City um kaup á brasilíska framherjanum Gabriel Jesus, Arsenal er talið borga 45 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla framherja. (Fabrizio Romano)

Georginio Wijnaldum má fara frá PSG í sumar. Leicester hefur mikinn áhuga á þessum 31 árs gamla miðjumanni. Everton, Wolves og West Ham hafa einnig áhua á leikmanninum. (90min)

Chelsea hefur sett sig í samband við Juventus um möguleg kaup á Matthijs de Ligt, 22, en hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Juventus. (Goal)

Hakim Ziyech leikmaður Chelsea hefur beðið um sölu frá félaginu og AC Milan hefur sett sig í samband við félagið um kaup á Morokkóska leikmanninum. (Sky Sport Italia)

Newcastle, Everton og Aston Villa hafa öll áhuga á Tomas Soucek, 27, miðjumanni West Ham. Framtíð hans hjá félaginu er í óvissu þar sem viðræður um nýjan samning ganga illa. (Sun)

Hasan Salihamidzic framkvæmdarstjóri Bayern Munich segir að það sé ekki rétt að félagið hafi áhuga á Cristiano Ronaldo, 37, leikmanni Manchester United. (Sky Þýskaland)

Raphinha leikmaður Leeds og brasilíska landsliðsins hefur neitað tilboðum frá öðrum liðum í úrvalsdeildinni þar sem hann vill fara til Barcelona. (Sport)

Chelsea hlustar á tilboð í Kepa eftir að þessi 27 ára gamli markvörður sagði í viðtali við Marca að hann vildi spila. (Mirror)

Thomas Tuchel stjóri Chelsea hefur fengið loforð um að félagið muni fá sex nýja leikmenn í sumar. (Telegraph)

Manchester United og Ralf Rangnick komust að samkomulagi um að enda samstarfið að hluta til vegna þess að Erik ten Hag var ekki til í að vinna með þjóðverjanum. (ESPN)

Atletico Madrid hefur áhuga á Hector Bellerin en þessi 27 ára gamli bakvörður var á láni hjá Real Betis frá Arsenal á síðustu leiktíð. (Goal)

Barcelona vonast til að Tottenham geti sannfært Clement Lenglet, 27, um að ganga til liðs við enska félagið svo liðið geti hafið hreinsun í leikmannahópnum í sumar. (ESPN)

Tottenham og Middlesbrough hafa enn ekki náð samkomulagi um verð á Djed Spence en Boro vill fá rúmar 15 milljónir fyrir þennan 21 árs gamla bakvörð. (Sun)

Antony, 22, vill gjarnan sameinast Erik ten Hag hjá Manchester United á ný en hann mætti ekki til æfinga hjá Ajax í gær þegar undirbúningstímabilið hófst. (Mirror)

Milan Skriniar, 27, hefur samþykkt að ganga til liðs við PSG frá Inter Milan. (Gazzette dello Sport)

David Beckham hefur rætt við Arturo Vidal um að ganga til liðs við Inter Miami þegar þessi 35 ára gamli miðjumaður yfirgefur Inter Milan. (Marca)

Club Brugge bauð Andy Carroll ekki á reynslu eftir að þessi 33 ára gamli Englendingur féll á læknisskoðun. Hann er í leit af nýju félagi eftir að hafa yfirgefið West Brom. (Het Laatste Nieuws)

PSG hefur náð samkomulagi við Nice um að Christophe Galtier taki við af Mauricio Pochettino sem stjóri liðsins. (Le Parisien)


Athugasemdir
banner
banner
banner