Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   lau 25. júní 2022 00:15
Ingi Snær Karlsson
Magnús Már: Líklega besta frammistaðan okkar í sumar
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög mikilvægt að ná að tengja sigra, það er það sem skiptir máli í þessari deild. Tengja sigra og sem flesta því það er mjög stutt á milli liðanna, þetta er mjög jöfn deild. Og með því að vinna tvo leiki eða fleiri í röð þá ferðu ofar í töflunni að sjálfsögðu." sagði Magnús Már Einarsson eftir 4-1 sigur gegn Þór í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Þór

„Gríðarlega ánægður með strákanna í dag, þetta var frábær frammistaða, líklega besta frammistaðan okkar í sumar. Fyrri hálfleikurinn, algjörir yfirburði að okkar hálfu. Verðskuldað 2-0 yfir og hefðum getað skorað fleiri. Í seinni hálfleik hefðum átt að halda betur í boltann og ná að pressa þá ofar á vellinum. Fengum samt fullt af fínum sénsum og bættum við mörkum að sjálfsögðu, virkilega virkilega vel gert hjá strákunum í dag."

Þetta hafði Magnús Már að segja um Aron Elí sem átti stórleik í dag og skoraði tvo mörk. „Frábær, þetta var sóknarlega einn besti leikur hans hjá okkur. Verið frábær fyrir okkur undanfarin ár, fyrirliði og varnarlega fín í dag líka. Ég var mjög ánægður með hann í dag og sérstaklega skallamarkið eftir horn, ég hef beðið lengi eftir því."

Komiði til með að sækja nýja leikmenn í glugganum?

„Já við munum gera það, við ætlum að styrkja okkur og bæta við. Við eigum von á að fá einn leikmann í næstu viku þegar glugginn opnar og munum bæta allavega einum leikmanni við."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir