Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   lau 25. júní 2022 00:15
Ingi Snær Karlsson
Magnús Már: Líklega besta frammistaðan okkar í sumar
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög mikilvægt að ná að tengja sigra, það er það sem skiptir máli í þessari deild. Tengja sigra og sem flesta því það er mjög stutt á milli liðanna, þetta er mjög jöfn deild. Og með því að vinna tvo leiki eða fleiri í röð þá ferðu ofar í töflunni að sjálfsögðu." sagði Magnús Már Einarsson eftir 4-1 sigur gegn Þór í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Þór

„Gríðarlega ánægður með strákanna í dag, þetta var frábær frammistaða, líklega besta frammistaðan okkar í sumar. Fyrri hálfleikurinn, algjörir yfirburði að okkar hálfu. Verðskuldað 2-0 yfir og hefðum getað skorað fleiri. Í seinni hálfleik hefðum átt að halda betur í boltann og ná að pressa þá ofar á vellinum. Fengum samt fullt af fínum sénsum og bættum við mörkum að sjálfsögðu, virkilega virkilega vel gert hjá strákunum í dag."

Þetta hafði Magnús Már að segja um Aron Elí sem átti stórleik í dag og skoraði tvo mörk. „Frábær, þetta var sóknarlega einn besti leikur hans hjá okkur. Verið frábær fyrir okkur undanfarin ár, fyrirliði og varnarlega fín í dag líka. Ég var mjög ánægður með hann í dag og sérstaklega skallamarkið eftir horn, ég hef beðið lengi eftir því."

Komiði til með að sækja nýja leikmenn í glugganum?

„Já við munum gera það, við ætlum að styrkja okkur og bæta við. Við eigum von á að fá einn leikmann í næstu viku þegar glugginn opnar og munum bæta allavega einum leikmanni við."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner