
„Mjög mikilvægt að ná að tengja sigra, það er það sem skiptir máli í þessari deild. Tengja sigra og sem flesta því það er mjög stutt á milli liðanna, þetta er mjög jöfn deild. Og með því að vinna tvo leiki eða fleiri í röð þá ferðu ofar í töflunni að sjálfsögðu." sagði Magnús Már Einarsson eftir 4-1 sigur gegn Þór í Lengjudeild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 4 - 1 Þór
„Gríðarlega ánægður með strákanna í dag, þetta var frábær frammistaða, líklega besta frammistaðan okkar í sumar. Fyrri hálfleikurinn, algjörir yfirburði að okkar hálfu. Verðskuldað 2-0 yfir og hefðum getað skorað fleiri. Í seinni hálfleik hefðum átt að halda betur í boltann og ná að pressa þá ofar á vellinum. Fengum samt fullt af fínum sénsum og bættum við mörkum að sjálfsögðu, virkilega virkilega vel gert hjá strákunum í dag."
Þetta hafði Magnús Már að segja um Aron Elí sem átti stórleik í dag og skoraði tvo mörk. „Frábær, þetta var sóknarlega einn besti leikur hans hjá okkur. Verið frábær fyrir okkur undanfarin ár, fyrirliði og varnarlega fín í dag líka. Ég var mjög ánægður með hann í dag og sérstaklega skallamarkið eftir horn, ég hef beðið lengi eftir því."
Komiði til með að sækja nýja leikmenn í glugganum?
„Já við munum gera það, við ætlum að styrkja okkur og bæta við. Við eigum von á að fá einn leikmann í næstu viku þegar glugginn opnar og munum bæta allavega einum leikmanni við."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir