Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   þri 25. júní 2024 12:00
Innkastið
„Frammistaða Blika síðustu tvo leiki stuðar mig“
Blikar voru heppnir að tapa ekki gegn ÍA.
Blikar voru heppnir að tapa ekki gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur Gunnarsson sérfræðingur Innkastsins segir að lykilmenn Breiðabliks séu að bregðast þegar mest er undir. Hann kallar eftir því að leikmenn liðsins stígi upp.

Breiðablik harkaði út sigur gegn KA á dögunum og gat svo komist á topp Bestu deildarinnar á sunnudaginn en náði með naumindum stigi gegn ÍA á Kópavogsvelli, Skagamenn klúðruðu dauðafæri í lokin. Valur segir Blika ekki hafa átt neitt meira skilið úr leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍA

„100% ekki. Þessi frammistaða Blika tvo leiki í röð hefur stuðað mig. Við þurfum þetta þriðja lið með Val og Víking sem mér finnst klárlega bestu liðin í dag. Blikar eru með hópinn í það finnst manni. Í svona leiki vantar að þeir sem eiga að stíga upp geri það," segir Valur.

„Blikar voru betri í fyrri hálfleik en voru ekki að skapa sér eitthvað brjálæðislega mikið. Þeir ollu mér vonbrigðum. Maður sér eins og Val - Víking um daginn þar sem allir í báðum liðum voru mættir frá fyrstu mínútu."

„Jason Daði, ég er þreyttur á að tala um Aron Bjarna. Af hverju byrjar Viktor Karl að hlaupa og vinna einvígi þegar þeir eru lentir undir? Sýnið frumkvæði og verið bestir þegar það er mest undir. Þeir hefðu getað farið á toppinn. Þarna var rosalega mikið undir og þeir hefðu getað sent frá sér 'yfirlýsingu'," segir Valur.

„Blikarnir voru bitlausir fram á við. Benjamin Stokke er ein mestu vonbrigði sumarsins. Blikar eru einu stigi frá toppnum en eru samt með lykilmenn sem eru ekki að ná sínu besta fram," segir Guðmundur Aðalsteinn.

Breiðablik er einu stigi á eftir toppliði Víkings og mun mæta FH í Kaplakrika á föstudagskvöld.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner