West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   sun 23. júní 2024 23:26
Sölvi Haraldsson
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
„Í stað þess að halda aga og hafa trú á kerfinu, og planinu, að þá fara menn að hlaupa hérna út um allan völl.“
„Í stað þess að halda aga og hafa trú á kerfinu, og planinu, að þá fara menn að hlaupa hérna út um allan völl.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt alls ekki sáttur með sína menn eftir leik liðsins við ÍA í kvöld sem endaði 1-1.

Í stað þess að halda aga og hafa trú á kerfinu, og planinu, að þá fara menn að hlaupa hérna út um allan völl. Það var enginn strúktur í því sem við gerðum sóknarlega og við vorum galopnir varnarlega. Að lokum er það Anton sem bjargar okkur frá því að tapa leiknum sem er ótrúleg staða eftir að hafa jafnað leikinn í 1-1. Með svona frábært lið eigum við að klára leikinn.“ sagði Dóri og bætti svo við.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍA

Eftir að Höskuldur jafnar er hellingur eftir af leiknum. Ég skil alveg að menn vilja bara finna lausnina sjálfir og fara strax að skora annað mark. En þegar menn eru hlaupandi út um allan völl kemur ekkert gáfulegt út úr því. Þetta var taktískt agaleysi hérna í lokin, sem ég er ósáttur við. Ég hefði viljað meiri stjórn á leiknum og halda þeim neðar á vellinum.

Aron Bjarnason var sloppinn einn inn fyrir eftir rúman hálftímaleik þegar aðstoðardómarinn lyfti upp flagginu. Halldór Árnason segist hafa séð atvikið fljótlega eftir það og segir að hann hafi aldrei verið rangstæður. Hann segir þennan sama dómara hafa dæmt aðra stórleiki hjá Blikum.

Hann er ekki rangstæður. Ég held að í markinu sem Benjamin Stokke skorar er heldur ekki rangstaða. Þetta er sami línuvörður og dæmir hérna Víkingsleikinn. Hann dæmir fjórar rangstöður í seinni hálfleiknum, þrjár af þeim eru kolrangar. Ein af þeim er þegar Ísak er kominn einn í gegn. Eitt af því er á síðustu sekúndunni þegar við erum að loka leiknum.“ sagði Dóri og bætti svo við.“

„Þetta er svo dýrt. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira. Skil ekki hvernig þetta er hægt.

Blikar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og áttu 11 marktilraunir gegn einni. Afhverju náðu Blikar ekki inn marki þá þegar þeir réðu öllu í fyrri hálfleiknum?

Orkan og pressan í fyrri hálfleik var geggjuð. Stundum dettur boltinn vitlaus fyrir þig. Það er kannski það sem er erfiðast að vera pirraður út í, að menn sé með mislagaða fætur í einhverjum færum. Það pirrar mann þegar menn taka vondar ákvarðanir og halda ekki skipulagi.

Með sigri í dag hefði Breiðablik farið á toppinn í Bestu deildinni. Var það eitthvað sem mótiveraði menn fyrir leik, og er það ennþá meira svekkjandi að hafa þá tapað í dag?

Ég sé eftir þremur stigum í dag sem hefði sett okkur á toppinn, klárt mál.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.

Viðtalið við Halldór Árnason í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner