Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   sun 23. júní 2024 23:26
Sölvi Haraldsson
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
„Í stað þess að halda aga og hafa trú á kerfinu, og planinu, að þá fara menn að hlaupa hérna út um allan völl.“
„Í stað þess að halda aga og hafa trú á kerfinu, og planinu, að þá fara menn að hlaupa hérna út um allan völl.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt alls ekki sáttur með sína menn eftir leik liðsins við ÍA í kvöld sem endaði 1-1.

Í stað þess að halda aga og hafa trú á kerfinu, og planinu, að þá fara menn að hlaupa hérna út um allan völl. Það var enginn strúktur í því sem við gerðum sóknarlega og við vorum galopnir varnarlega. Að lokum er það Anton sem bjargar okkur frá því að tapa leiknum sem er ótrúleg staða eftir að hafa jafnað leikinn í 1-1. Með svona frábært lið eigum við að klára leikinn.“ sagði Dóri og bætti svo við.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍA

Eftir að Höskuldur jafnar er hellingur eftir af leiknum. Ég skil alveg að menn vilja bara finna lausnina sjálfir og fara strax að skora annað mark. En þegar menn eru hlaupandi út um allan völl kemur ekkert gáfulegt út úr því. Þetta var taktískt agaleysi hérna í lokin, sem ég er ósáttur við. Ég hefði viljað meiri stjórn á leiknum og halda þeim neðar á vellinum.

Aron Bjarnason var sloppinn einn inn fyrir eftir rúman hálftímaleik þegar aðstoðardómarinn lyfti upp flagginu. Halldór Árnason segist hafa séð atvikið fljótlega eftir það og segir að hann hafi aldrei verið rangstæður. Hann segir þennan sama dómara hafa dæmt aðra stórleiki hjá Blikum.

Hann er ekki rangstæður. Ég held að í markinu sem Benjamin Stokke skorar er heldur ekki rangstaða. Þetta er sami línuvörður og dæmir hérna Víkingsleikinn. Hann dæmir fjórar rangstöður í seinni hálfleiknum, þrjár af þeim eru kolrangar. Ein af þeim er þegar Ísak er kominn einn í gegn. Eitt af því er á síðustu sekúndunni þegar við erum að loka leiknum.“ sagði Dóri og bætti svo við.“

„Þetta er svo dýrt. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira. Skil ekki hvernig þetta er hægt.

Blikar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og áttu 11 marktilraunir gegn einni. Afhverju náðu Blikar ekki inn marki þá þegar þeir réðu öllu í fyrri hálfleiknum?

Orkan og pressan í fyrri hálfleik var geggjuð. Stundum dettur boltinn vitlaus fyrir þig. Það er kannski það sem er erfiðast að vera pirraður út í, að menn sé með mislagaða fætur í einhverjum færum. Það pirrar mann þegar menn taka vondar ákvarðanir og halda ekki skipulagi.

Með sigri í dag hefði Breiðablik farið á toppinn í Bestu deildinni. Var það eitthvað sem mótiveraði menn fyrir leik, og er það ennþá meira svekkjandi að hafa þá tapað í dag?

Ég sé eftir þremur stigum í dag sem hefði sett okkur á toppinn, klárt mál.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.

Viðtalið við Halldór Árnason í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner