Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júlí 2020 07:00
Fótbolti.net
Heimild: Vængjum þöndum 
Höfum verið leiðinlegir og viljum hafa það þannig
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Varnarlega hefur þetta verið mjög gott og mér líður mjög vel. Það er erfitt að skapa á okkur færi greinilega og það eru allir að vinna sína vinnu vel," segir Birkir Már Sævarsson leikmaður Vals í nýjasta hlaðvarpsþætti Valsmanna, Vængjum Þöndum.

Birkir mætti nokkuð sáttur eftir góðan 3-0 sigur á Fylki á Hlíðarenda en með sigrinum komu Valsmenn sér á topp Pepsi Max-deildarinnar.

„Við erum komnir þangað sem við ætlum að vera og ætlum ekkert að láta þetta fyrsta sæti af hendi."

Birkir tekur undir þau orð þáttastjórnenda að það geti verið leiðinlegt að spila á móti Valsmönnum. „Við höfum verið frekar leiðinlegir á vellinum og þannig viljum við hafa það. Við viljum reyna að bully-a hin liðin aðeins."

Valsmenn fengu 7 gul spjöld gegn Blikum í síðustu umferð í mjög erfiðum leik að sögn Birkis.

„Það var bara hart tekist á og þetta var að mínu mati mjög skemmtilegur leikur. Ég elska að spila svona leiki þar sem þetta er bara iðnaður og tæklingar og læti. Mér fannst umræðan leiðinleg eftir þennan leik því ég held það hafi verið mjög gaman að horfa á hann."

Þáttastjórnendur hafa áhyggjur af Patrick Petersen sem lenti illa og fór útaf meiddur í leiknum.

„Það er ekkert að honum. Smá tak í bakið. Hann getur verið svolítið dramatískur hann Patrik," segir Birkir að lokum og hlær. Hér má hlusta á nýjasta þáttinn af Vængjum Þöndum:


Athugasemdir
banner
banner
banner