Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 25. júlí 2021 23:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halli óbrotinn og á leið heim af sjúkrahúsi - Sjö spora skurður
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Haraldur Björnsson fór af velli á 53. mínútu í leik Víkings og Stjörnunnar. Halli, sem er markvörður Stjörnunnar, lenti í samstuði við Nikolaj Hansen, framherja Víkings, nokkrum mínútum áður.

Halli var borinn af velli og skömmu síðar mæti sjúkrabíll í Víkina og flutti Halla á sjúkrahús.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Fréttaritari hafði samband við Halla og spurði út í líðanina.

„Ég hef verið betri," sagði Halli. Greint var frá því að hann hefði rotast og fengið skurð í samstuðinu.

„Ég er óbrotinn en fékk heilahristing og saumuð voru sjö spor."

Halli var spurður hvort hann myndi gista á sjúkrahúsi og hvort hann væri með mikinn höfuðverk.

„Nei, ég er á leiðinni heim. Já, það er mikill þrýstingu í höfðinu," sagði Halli að endingu.

Fótbolti.net óskar Halla skjóts bata.
Athugasemdir
banner
banner
banner