Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 25. júlí 2021 21:30
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir Guðjóns: Það eru möguleikar i stöðunni
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei nei. Mér fannst mér samt byrja leikinn sterkt en það fjaraði undan þessu og HK er náttúrulega með gott lið og erfiðir í Kórnum og þeir komust inn í leikinn og sköpuðu sér góð færi og við vorum kannski sjálfum okkur verstir," sagði Heimir Guðjónsson ,þjálfari Vals, eftir sigur á móti HK, þegar hann var spurður leikslok að þrátt fyrir sigur hvort hann hefði verið ánægður með leik sinna manna í fyrri hálfleik. En leikurinn endaði 0 - 3.

Lestu um leikinn: HK 0 -  3 Valur

„Ég minnti bara menn á það að við hefðum verið 0 - 0 uppi á Skaga og tapað þeim leik og vorum eitt núll yfir á móti Stjörnunni í Garðabænum og töpuðum þeim leik líka og við þyrftum að halda áfram og það var það eina. Ég er nú ekki með neinar stórkostlegar ræður í hálfleik."

Fyrir þennan leik var Valur búnir að tapa fjórum leikjum í röð. Hvernig fannst Heimir þeim takast að svara því.

„Mér fannst þeir svara því vel og ég hef aldrei tapað fjórum leikjum í röð held ég þannig að það var fínt að vinna."

„Haukur Páll er búinn að vera meiddur í hné en við vonum að það sé búið núna og hann geti haldið áfram að spila eins og hann gerði í kvöld."

„Leikurinn á móti Bodö/Glimt leggst vel í mig. Vonbrigði að við skyldum ekki geta spilað betur á fimmtudaginn. En 3 - 0 og við verðum að fara til Noregs og klára verkefnið með sæmd. Ég met stöðuna þannig að það eru enn möguleikar og við verðum að trúa því."

Athugasemdir