Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 25. júlí 2021 21:30
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir Guðjóns: Það eru möguleikar i stöðunni
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei nei. Mér fannst mér samt byrja leikinn sterkt en það fjaraði undan þessu og HK er náttúrulega með gott lið og erfiðir í Kórnum og þeir komust inn í leikinn og sköpuðu sér góð færi og við vorum kannski sjálfum okkur verstir," sagði Heimir Guðjónsson ,þjálfari Vals, eftir sigur á móti HK, þegar hann var spurður leikslok að þrátt fyrir sigur hvort hann hefði verið ánægður með leik sinna manna í fyrri hálfleik. En leikurinn endaði 0 - 3.

Lestu um leikinn: HK 0 -  3 Valur

„Ég minnti bara menn á það að við hefðum verið 0 - 0 uppi á Skaga og tapað þeim leik og vorum eitt núll yfir á móti Stjörnunni í Garðabænum og töpuðum þeim leik líka og við þyrftum að halda áfram og það var það eina. Ég er nú ekki með neinar stórkostlegar ræður í hálfleik."

Fyrir þennan leik var Valur búnir að tapa fjórum leikjum í röð. Hvernig fannst Heimir þeim takast að svara því.

„Mér fannst þeir svara því vel og ég hef aldrei tapað fjórum leikjum í röð held ég þannig að það var fínt að vinna."

„Haukur Páll er búinn að vera meiddur í hné en við vonum að það sé búið núna og hann geti haldið áfram að spila eins og hann gerði í kvöld."

„Leikurinn á móti Bodö/Glimt leggst vel í mig. Vonbrigði að við skyldum ekki geta spilað betur á fimmtudaginn. En 3 - 0 og við verðum að fara til Noregs og klára verkefnið með sæmd. Ég met stöðuna þannig að það eru enn möguleikar og við verðum að trúa því."

Athugasemdir
banner
banner
banner