Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
   sun 25. júlí 2021 21:30
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir Guðjóns: Það eru möguleikar i stöðunni
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei nei. Mér fannst mér samt byrja leikinn sterkt en það fjaraði undan þessu og HK er náttúrulega með gott lið og erfiðir í Kórnum og þeir komust inn í leikinn og sköpuðu sér góð færi og við vorum kannski sjálfum okkur verstir," sagði Heimir Guðjónsson ,þjálfari Vals, eftir sigur á móti HK, þegar hann var spurður leikslok að þrátt fyrir sigur hvort hann hefði verið ánægður með leik sinna manna í fyrri hálfleik. En leikurinn endaði 0 - 3.

Lestu um leikinn: HK 0 -  3 Valur

„Ég minnti bara menn á það að við hefðum verið 0 - 0 uppi á Skaga og tapað þeim leik og vorum eitt núll yfir á móti Stjörnunni í Garðabænum og töpuðum þeim leik líka og við þyrftum að halda áfram og það var það eina. Ég er nú ekki með neinar stórkostlegar ræður í hálfleik."

Fyrir þennan leik var Valur búnir að tapa fjórum leikjum í röð. Hvernig fannst Heimir þeim takast að svara því.

„Mér fannst þeir svara því vel og ég hef aldrei tapað fjórum leikjum í röð held ég þannig að það var fínt að vinna."

„Haukur Páll er búinn að vera meiddur í hné en við vonum að það sé búið núna og hann geti haldið áfram að spila eins og hann gerði í kvöld."

„Leikurinn á móti Bodö/Glimt leggst vel í mig. Vonbrigði að við skyldum ekki geta spilað betur á fimmtudaginn. En 3 - 0 og við verðum að fara til Noregs og klára verkefnið með sæmd. Ég met stöðuna þannig að það eru enn möguleikar og við verðum að trúa því."

Athugasemdir
banner
banner