„Ég er svekktur. Þetta var ekki nógu góð frammistaða af okkar hálfu," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 3 FH
„Við vorum klaufar í fyrsta markinu - gefum FH víti. Veðrið hafði áhrif á hvernig leikurinn spilaðist, það var erfitt að halda boltanum niðri. Það var sérstaklega erfitt fyrir okkur eftir að FH var komið yfir, þá náðum við ekki að finna nægilega mikið af leiðum í gegnum þá."
„Við gefum þeim eitt víti en það er líka svekkjandi að dómarinn gefi FH eitt víti. Þetta var erfitt, mjög erfiður dagur. FH átti þannig lagað sigurinn skilið miðað við hvað við vorum miklir klaufar."
FH komst í 2-0 með marki úr víti. Jóhannes Karl segir að það hafi ekki verið réttur dómur.
„Það var bara dýfa og dómari leiksins ákveður á einhvern óskiljanlegan hátt að gefa víti. Eftir það var það gríðarlega erfitt fyrir okkur."
ÍA er á botni deildarinnar en hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir