Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júlí 2022 15:23
Elvar Geir Magnússon
Harðar tekið á boðflennum
Mynd: Getty Images
Einstaklingar sem hlaupa inn á völlinn í enska boltanum fá eins árs bann frá leikvöngum og verða tilkynntir til lögreglunnar. Þetta er samkvæmt nýjum ráðstöfunum sem hafa verið samþykktar.

Þeir sem kveikja á blysum eða flugeldum í stúkunni eiga sömu refsingu yfir höfði sér.

Boðflennur sköpuðu vandamál í enska boltanum á síðasta tímabili og Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að verið sé að bregðast við því.

„Ef ekkert er gert þá er það bara tímaspursmál hvenær einhver slasast alvarlega eða jafnvel verra," segir Masters.

Rétthafar sjónvarpsútsendinga í ensku úrvalsdeildinni hafa verið beðnir um að sýna ekki boðflennurnar og beina ekki myndavélum að þeim svæðum þar sem kveikt er á blysum.


Athugasemdir
banner
banner
banner