Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. júlí 2022 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Hörður Ingi skoraði í toppslag
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Sogndal 4 - 3 Stabæk
1-0 Erik Grönner ('17)
2-0 Hörður Ingi Gunnarsson ('27)
3-0 Erik Grönner ('57)
4-0 Erik Grönner ('63)
4-1 Emmanuel Gift ('67)
4-2 Herman Geelmuyden ('76)
4-3 Emmanuel Gift ('81)


Hörður Ingi Gunnarsson, Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru allir í byrjunarliði Sogndal sem mætti Stabæk í toppslag í norsku B-deildinni í dag.

Fyrri hálfleikurinn var þokkalega jafn þar sem heimamenn í Sogndal nýttu færin sín betur og leiddu 2-0 í leikhlé. Erik Grönner skoraði fyrra markið áður en Hörður Ingi tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki í síðustu fjórum leikjum.

Stabæk tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik en þrátt fyrir það tókst Grönner að bæta tveimur mörkum við og fullkomna þrennuna sína gegn gangi leiksins.

Staðan var orðin 4-0 á 63. mínútu og voru gestirnir frá Stabæk æfir. Herman Geelmuyden skoraði eitt og lagði upp annað á meðan Emmanuel Gift setti tvennu en það dugði ekki til og urðu lokatölur 4-3.

Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Sogndal sem tókst að jafna Stabæk á stigum í baráttunni um annað sætið.

Brann er enn taplaust og á góðri leið með að vinna deildina en mörg lið eru að berjast um 2. sæti.


Athugasemdir
banner
banner