Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   þri 25. júlí 2023 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Jacob Neestrup: Þarna er Atli! Ég spilaði með honum
Neestrup á Kópavogsvelli í kvöld.
Neestrup á Kópavogsvelli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann og Orri Steinn komu inn af bekknum í síðari hálfleik.
Ísak Bergmann og Orri Steinn komu inn af bekknum í síðari hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jacob Neestrup þjálfari FC Kaupmannahafnar var sáttur með sigur sinna manna gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli þrátt fyrir að lenda í vandræðum og vera yfirspilaðir á köflum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

Það var heppnisstimpill yfir sigri FCK þar sem Blikar fengu fleiri og betri færi en nýttu ekki. Neestrup er þó ekki á sama máli þar sem leikurinn spilaðist öðruvísi fyrir hans augum.

„Við vorum vel undirbúnir fyrir þennan leik. Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum vel og verðskulduðum að fara inn í leikhlé með tveggja marka forystu. Seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður af okkar hálfu en Breiðablik á hrós skilið, þeir sýndu að þeir eru með gott lið," sagði Neestrup. „Við náðum í úrslitin sem við vildum og erum sáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Planið í síðari hálfleik var ekki að slaka á og drepa leikinn, það eru vonbrigði."

Neestrup segir að FCK hafi grandskoðað Blikaliðið fyrir viðureignina svo ekkert í spilamennsku liðsins kom Dönunum á óvart. Þá býst hann við talsvert meiri stemningu fyrir seinni leikinn á Parken heldur en var á Kópavogi í kvöld, þó hann hafi hrósað stuðningsmannasveit Blikanna fyrir að missa aldrei dampinn í tapinu.

Neestrup stoppaði stutt við hjá FH á ferli sínum sem leikmaður. Í viðtalinu að leikslokum tók hann eftir gömlum liðsfélaga sínum úr Hafnarfirði, Atla Viðari Björnssyni sem starfaði í kvöld sem sérfræðingur í kringum leikinn á Stöð 2 Sport og vakti athygli á því.

„Þarna er Atli! Ég spilaði með honum."

Neestrup var að lokum spurður aftur út í fyrri hálfleikinn, hvort hann raunverulega hafi talið að FCK væri sterkari aðilinn úti á vellinum.

„Já, það held ég."


Athugasemdir
banner