Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. ágúst 2019 16:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Færeyjar: Olsen og Justinussen redduðu Gauja og Heimi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert fær stöðvað Guðjón Þórðarson og lærisveina hans hjá NSI Runavík í Færeyjum. Liðið vann sinn tólfta leik í fjórtán leikjum og var þetta jafnfram fjórtándi leikurinn í röð án taps.

Klaemint Olsen reyndist hetja NSI í dag en hann gerði bæði mörkin í 1-2 útisigri á Skála IF. Olsen er langmarkahæstur í deildinni, með 23 mörk í nítján leikjum.

HB í Þórshöfn er einnig á góðu skriði en Heimir Guðjónsson er þjálfari HB. Liðið er nú ósigrað í tíu leikjum í röð.

HB sigraði í dag Víking, 3-1, á heimavelli. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og leiddi allt þar til á 57. mínútu þegar Adrian Justinussen tók málin í sínar hendur og skoraði þrennu áður en leiknum lauk. Justinussen er næstmarkahæstur í deildinni með 15 mörk.

Rene Joensen, fyrrum leikmaður Grindavíkur, og Brynjar Hlöðversson voru í byrjunarliði HB en voru teknir af velli í seinni hálfleik.

NSÍ er í toppsæti deildarinnar en B36 getur komist uppfyrir NSÍ með sigri í dag. HB er svo í fjórða sæti með fjórum stigum minna en NSÍ.
Athugasemdir
banner
banner