Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. ágúst 2019 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Ögmundur varði víti - Sverrir í frystinum
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í markinu hjá Larissa þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Atromitos á útivelli í 1. umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Atromitos komst yfir eftir 18 mínútna leik, en Larissa jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Atromitos fékk vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins, en Ögmundur gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Frábær byrjun hjá honum á þessari leiktíð.

Þar við sat og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Fínasta stig á útivelli hjá Ögmundi og félögum.

Grísku meistararnir í PAOK byrja deildina á 2-1 sigri gegn Panaitolikos þar sem PAOK komst í 2-0 áður en gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma.

Sverrir Ingi Ingason fær ekki mikið að spila hjá PAOK. Hann var allan tímann á bekknum. Hann kom aðeins við sögu í einum deildarleik á síðasta tímabili eftir að hann var keyptur í janúar.


Athugasemdir
banner
banner