Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 25. ágúst 2020 17:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire fékk 21 mánaða fangelsisdóm - Þarf ekki að sitja inni
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var í dag dæmdur sekur um grófa líkamsárás, að berjast gegn handtöku og ítrekaðar tilraunir til að múta lögreglumönnum.

Dómstóll í Grikklandi komst að þessari niðurstöðu. Maguire og tveir aðrir sakborningar í málinu voru dæmdir sekir.

Dómstóllinn úrskurðaði Maguire í 21 mánaða og tíu daga fangelsi en hann þarf ekki að sitja inni vegna þess að dómurinn er skilorðsbundinn og þar sem þetta var hans fyrsta brot.

Bróðir hans, Joe, og vinur hans, Chris Sharman, fengu 13 mánaða skilroðsbundinn dóm.

Maguire mun áfrýja dómnum.

Hinn 27 ára gamli Maguire var í dag valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Íslandi á Laugardalsvelli í þarnæstu viku. Spurning er hvort hann verði með í þeim hópi eftir niðurstöðu dómstólsins.


Athugasemdir
banner
banner