Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 25. ágúst 2023 23:19
Halldór Gauti Tryggvason
Óskar Smári: Við erum að sjá leikmenn stækka og verða betri
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Óskar Smári, þjálfari Fram
Óskar Smári, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Blendar tilfinningar, við erum mjög stolt af stelpunum, við komum til baka eftir að lenda 2-0 undir á móti mjög góðu liði Fylkis, jöfnum leikinn í 2-2 og finnst við einhvern veginn hafa völdin. Þetta var bara ógeðslega skemmtilegur fótboltaleikur sem gat farið bara báðu megin og í kvöld fór það Fylkis megin því miður.” Þetta sagði Óskar Smári, þjálfari Fram, aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir 3-2 tap á móti Fylki í kvöld


„Við erum ótrúlega súr, en við erum ekki fúl eða pirruð út í stelpurnar, þær lögðu allt í þetta, og það svona svíður ennþá meira þegar leikmenn leggja svona mikið á sig og fá ekki það sem okkur finnst þær eiga skilið.”

„Við lögðum mikla vinnu í þennan leik að því að okkur langar að ná markmiðunum okkar sem eru ennþá til staðar í sumar.”

Fylkir skoraði sigurmark á 87. mínútu leiksins: „Við vissum alveg að það kæmi mark, það var bara spurning hvoru megin og okkur fannst við svona vera þrýsta meira til þess að ná þriðja markinu.”

Fram á núna tvo leiki eftir af tímabilinu, en hvernig finnst Óskari tímabilið búið að ganga?: „Við erum bara nokkuð sátt, við hefðum auðvitað klárlega viljað vera með fleiri stig. Við erum nokkuð sátt með sumarið, við erum að sjá leikmenn stækka og verða betri og fara upp á levelið sem ekkert margir áttu von á og við erum að sjá liðið verða betra bara þegar líður á sumarið.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar fer Óskar einnig yfir markmannsmál, gengi liðsins og hvernig Fram lagði upp leikinn í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner