Noni Madueke er í byrjunarliði Chelsea sem er að spila útileik gegn Wolves í 2. umferð enska úrvalsdeildartímabilsins.
Áhorfendur eru duglegir að baula á Madueke á meðan á leiknum stendur eftir Instagram færslu frá honum í gær, þar sem hann sagði að allt við Wolverhampton væri ömurlegt.
Madueke var snöggur að eyða út færslunni og útskýra að hann hafi óvart birt hana á röngum aðgangi. Hann hafi ætlað að birta færsluna á læstum Instagram reikning sem almenningur hefur ekki aðgang að.
Staðan er 0-1 fyrir Chelsea eftir að Nicolas Jackson skoraði með skalla í upphafi leiks.
Athugasemdir