Sádi-arabíska félagið Al Ahli hefur lagt fram formlegt tilboð í Victor Osimhen, framherja Napoli á Ítalíu.
Napoli er reiðubúið að selja Osimhen frá félaginu ef áhugavert tilboð kemur.
Paris Saint-Germain var í viðræðum við Napoli í síðasta mánuði en félögunum kom ekki saman um verð.
Síðustu daga hefur Chelsea verið að ræða við Napoli og vonast enska félagið til að ganga frá samkomulagi fyrir gluggalok, en samkvæmt ensku miðlunum er það í forgangi að kaupa framherja.
Samkvæmt Fabrizio Romano er Chelsea komið með mikla samkeppni. Al Ahli frá Sádi-Arabíu hefur lagt fram 65 milljóna evra tilboð í kappann. Talið er að Napol vilji að minnsta kosti 100 milljónir.
Al Ahli hefur ekki náð samkomulagi við Osimhen, sem er talinn vilja vera áfram í Evrópuboltanum.
Sky segir þá frá því að PSG gæti lagt fram tilboð í hann á síðustu dögum gluggans með von um að Napoli lækki verðmiðann.
Athugasemdir