Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   sun 25. ágúst 2024 17:55
Brynjar Ingi Erluson
Howe vill ólmur halda Trippier
Kieran Trippier
Kieran Trippier
Mynd: EPA
Enski bakvörðurinn Kieran Trippier kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli Newcastle gegn Bournemouth í dag, en hann er sagður á förum frá félaginu í leit að meiri spiltíma. Eddie Howe, stjóri Newcastle, vill ólmur halda honum.

Trippier er 33 ára gamall og verið lykilmaður síðustu ár undir stjórn Howe, en hann sat allan tímann á bekknum í fyrstu umferðinni og lék þá aðeins hálftíma í dag.

Everton er sagt vera að skoða það að fá hann fyrir gluggalok, en Howe vill alls ekki missa hann.

„Þú sást bæði reynslu hans og tæknileg gæði. Það eru fáir bakverðir sem eru jafn góðir á boltann á hann. Kieran hefur hjálpað okkur að róa leikinn, notað reynslu sína og komið með nýja ógn.“

„Ég elska Kieran sem fótboltamann og hef þjálfað hann hjá tveimur félögum. Ég vil ólmur halda honum áfram hjá Newcastle,“
sagði Howe eftir leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner