Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 25. ágúst 2024 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Man City hefur mikinn áhuga á Orra
Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
David Ornstein hjá Athletic kom með alvöru sprengju á X í kvöld en hann tilkynnti þar að Englandsmeistarar Manchester City hafi skoðað það að fá landsliðsmanninn Orra Stein Óskarsson frá FCK.

Orri Steinn er 19 ára gamall Seltirningur en hann hefur verið að gera það gott með FCK síðustu tvö tímabil.

Spænska félagið Real Sociedad er sagt vera að undirbúa tilboð í Orra, en FCK vill fá að minnsta kosti 20 milljónir evra.

Ornstein, sem er einn af virtustu blaðamönnum Bretlandseyja, greindi síðan frá því í kvöld að Englandsmeistarar Manchester City væru að skoða það að fá Orra frá FCK.

Félagið vill fá annan kost í framherjastöðuna til að vera Erling Braut Haaland til halds og trausts.

Samkvæmt Ornstein hefur Man City mikinn áhuga á að fá Orra, en þó talið ólíklegt að hann verði keyptur í þessum glugga.

Önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig sýnt Orra áhuga og þá eru Girona, Porto og Stuttgart með í baráttunni um undirskrift hans.

Orri er kominn með sjö mörk í ellefu leikjum með FCK á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner