Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er orðaður við spænska félagið Real Sociedad á spænsku útvarpsstöðinni RadioMARCA í dag.
Framherjinn er eftirsóttur af mörgum stórum liðum um alla Evrópu en Girona hefur verið mest í umræðunni síðustu vikur.
Samkvæmt RadioMARCA hefur Sociedad verulegan áhuga á Orra og hefur félagið þegar hafið viðræður við föruneyti hans.
Félagið ætlaði að fá Borja Mayoral frá Getafe en hætti við það og er Orri nú með efstu mönnum á blaði.
Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto hefur einnig staðfest að Sociedad sé með í baráttunni um Orra.
Orri, sem er 19 ára gamall, hefur skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu í níu leikjum með FCK á tímabilinu.
Ef hann fer til Sociedad verður hann annar Íslendingurinn til að spila með liðinu en Alfreð Finnbogason var á mála hjá félaginu frá 2014 til 2016. Alfreð skoraði 4 mörk í 27 leikjum á tíma sínum þar.
Athugasemdir