Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 25. september 2016 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Oliver Sigurjóns: Þurfum að gera miklu betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson var í byrjunarliði Blika í tapleik gegn ÍA í Pepsi-deildinni í dag.

Oliver segir að Blikar verði að líta í eigin barm og gera miklu betur í lokaumferðinni vilji þeir ná öðru sæti.

„Þetta eru virkilega svekkjandi úrslit og við þurfum að líta í eigin barm," sagði Oliver.

„Við vorum mun betri í fyrri hálfleik, en það þýðir ekki að vera betri og skapa sér færi ef maður skorar ekki fleiri mörk en andstæðingurinn. Við þurfum að gera miklu betur í næsta leik ef við ætlum að ná öðru sætinu."

Oliver tók aukaspyrnu í síðari hálfleik sem fór í slánna og niður en hann segist ekki vera viss um hvort boltinn hafi farið inn eða ekki.

„Ég veit það ekki. Frá mínu sjónarhorni fór boltinn á ská niður, þannig að hann fór eiginlega alveg upp í samskeytin. Við hefðum bara átt að skora eftir að boltinn datt þarna niður, það var líka dauðafæri.

„Ég þarf bara að sjá það á myndbandi. Ef hann var inni þá er það bara ennþá meira svekkjandi."

Athugasemdir