Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 25. september 2021 13:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Breiðabliks og HK: Vonin lifir og Birnir Snær í banni
Höskuldur Gunnlaugsson á enn von með að lyfta þeim stóra.
Höskuldur Gunnlaugsson á enn von með að lyfta þeim stóra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 verður flautuð á lokaumferð Pepsi Max deildar karla 2021. Þar munu línurnar skýrast og endanlega verða staðfest hverjir verða Íslandsmeistarar og hverjir falla með Fylki í Lengjudeildina að ári.

Breiðablik fá HK í heimsókn á Kópavogsvöll en Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari í dag með hagstæðum úrslitum úr Víkinni en á móti getur HK fallið með óhagstæðum úrslitum í Keflavík og því er ljóst að það er til mikils að vinna fyrir bæði félög.

Rennum yfir byrjunarliðin hjá liðunum í dag. Breiðablik gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik en inn kemur Andri Rafn Yeoman fyrir Gísla Eyjólfsson.
HK gerir þá þrjár breytingar á sínu liði en Birnir Snær Ingason er í banni eftir umdeilt rautt spjald í síðustu umferð, Ívar Örn Jónsson og Leifur Andri detta þá út líka en inn koma Örvar Eggersson, Martin Rauschenberg og Ásgeir Marteinsson.


Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Árni Vilhjálmsson
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Kristinn Steindórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið HK:

25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Ásgeir Marteinsson
18. Atli Arnarson
22. Örvar Eggertsson
28. Martin Rauschenberg
29. Valgeir Valgeirsson
30. Stefan Alexander Ljubicic
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner