Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. september 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Óttar Magnús gerði jöfnunarmarkið gegn Colorado
Óttar Magnús er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn USL deildarinnar með 17 mörk.
Óttar Magnús er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn USL deildarinnar með 17 mörk.
Mynd: Oakland Roots

Colorado Springs 1 - 1 Oakland Roots
1-0 Elvis Amoh ('1)
1-1 Óttar Magnús Karlsson ('56, víti)
Rautt spjald: Elvis Amoh, Colorado ('55)


Óttar Magnús Karlsson var í fremstu víglínu hjá Oakland Roots sem gerði 1-1 jafntefli við Colorado Springs í næstefstu deild bandaríska fótboltans.

Elvis Amoh kom heimamönnum í Colorado yfir á fyrstu mínútu leiksins en breyttist svo yfir í skúrkinn í upphafi síðari hálfleiks.

Amoh tók þá að fá dæmda á sig vítaspyrnu og tvö gul spjöld á skömmum tíma. Það varð til þess að Amoh var rekinn af velli og skoraði Óttar Magnús af vítapunktinum.

Oakland tókst ekki að sækja sigurinn og er liðið komið með 40 stig eftir 31 umferð, tveimur stigum frá umspilssæti fyrir lokakeppnina þegar nokkrar umferðir eru eftir af deildartímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner