Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 25. september 2023 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Maddison þaggaði niður í Saka: „Hann hefur ennþá verið fagnandi"
Mynd: Getty Images
Saka tók pílufagnið.
Saka tók pílufagnið.
Mynd: Getty Images

Ensku landsliðsfélagarnir Bukayo Saka og James Maddison voru í lykilhlutverki þegar Arsenal og Tottenham áttust við í Norður-Lundúnaslagnum fræga í gær.


Arsenal tók forystuna í tvígang en í bæði skiptin tókst Son Heung-min að jafna leikinn eftir laglegar stoðsendingar frá Maddison.

Saka átti mjög stóran þátt í báðum mörkum Arsenal, þar sem skot hans fór af Cristian Romero og í netið í fyrra markinu áður en hann skoraði úr vítaspyrnu í seinna markinu.

Eftir fyrra markið ákvað Saka að stríða landsliðsfélaga sínum Maddison aðeins í fagnaðarlátunum, þar sem hann tók uppá því að fagna nákvæmlega eins og Maddison gerir þegar hann skorar mörk; tók pílufagnið.

Þetta uppátæki átti þó eftir að koma í bakið á Saka þegar Maddison sneri hann af sér til að leggja upp jöfnunarmark Tottenham fyrir Son.

„Við Bukayo höfum aðeins verið að stríða hvorum öðrum og ég frétti að hann hefði hermt eftir fagninu mínu í dag. Hann hefur greinilega ennþá verið upptekinn við að fagna þegar ég sneri hann af mér í jöfnunarmarkinu," sagði Maddison kíminn að leikslokum.

Sjá einnig:
Maddison fór illa með Saka í jöfnunarmarki Tottenham


Athugasemdir
banner
banner
banner