Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. október 2020 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Bodö/Glimt níu stigum frá titlinum
Mynd: Håkon Kjøllmoen
Bodö/Glimt 2 - 0 Mjondalen
1-0 Kasper Junker ('16, víti)
2-0 Kasper Junker ('69)

Alfons Sampsted var á sínum stað í stöðu hægri bakvarðar er Bodö/Glimt fór aftur á sigurbraut eftir tap gegn Molde í síðustu umferð.

Kasper Junker gerði bæði mörk leiksins í flottum 2-0 sigri gegn fallbaráttuliði Mjondalen.

Bodö/Glimt er svo gott sem búið að tryggja sér norska titilinn þó það séu enn átta umferðir eftir af tímabilinu. Liðið er með sextán stiga forystu á Molde.

Mjondalen er aftur á móti í fallsæti, tveimur stigum eftir Start í umspilssætinu og sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner