„Það er bara geggjað. Það er erfitt að fá byrjunarliðssæti og geggjað að fá að byrja," sagði Kristian Hlynsson eftir 2-0 útisigurinn gegn Aserbaísjan.
Kristian byrjaði leikinn en þetta var aðeins annar byrjunarliðsleikur hans með landsliðinu.
„Maður var kannski ekki að fá margar mínútur fyrir þessa undankeppni og það er geggjað að komast inn í lið."
Kristian byrjaði leikinn en þetta var aðeins annar byrjunarliðsleikur hans með landsliðinu.
„Maður var kannski ekki að fá margar mínútur fyrir þessa undankeppni og það er geggjað að komast inn í lið."
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 2 Ísland
„Við erum með mjög gott lið sem er gott flæði í. Í fyrri hálfleik stjórnuðum við leiknum og skoruðum tvö mörk. Við vorum kannski ekkert bestir á boltann í seinni hálfleik en kláruðum bara leikinn."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















