Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. nóvember 2019 14:50
Magnús Már Einarsson
Fáir leikir á Íslandsmótinu meðan riðlakeppni EM er í gangi
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ.
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ ætlar að draga verulega úr mótahaldi á meðan riðlakeppni EM fer fram næsta sumar. Það kemur í ljós í umspili í mars hvort Ísland fari á EM en þá myndu leikmenn eins og Kári Árnason úr Víkingi R. og Hannesi Þór Halldórssyni úr Val vera í eldlínunni.

KSÍ stefnir á að draga verulega úr öllu móthaldi í öllum deildum í meistaraflokki karla og kvenna meðan riðlakeppni EM fer fram næsta sumar.

Þegar Ísland spilaði í riðlakeppni EM dagana 14-22. júní fóru fram þrír leikir í Pepsi-deild karla en hlé var í öllum öðrum deildum í meistaraflokki. Þá var mun minna leikið í yngri flokkum en vanalega.

„Við gerum ráð fyrir því að það sé ekki leikið mikið meðan að EM fer fram. Við gerum ráð fyrir því að Ísland verði þar," sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

„Það er gert ráð fyrir því að það verði talsvert hlé í deildunum þá en ekki alveg. Við reiknum með að það verði svipaður háttur á og þegar EM var síðast. Það verður kannski ekki allt mótahald lagt niður en það verður verulega dregið úr mótahaldi."

Ísland mun spila í F-riðli á EM næsta sumar ef það kemst upp úr umspilinu. Þjóðverjar eru einnig í F-riðli en þar er spilað í Munchen og Búdapest dagana 16-24. júní. Dregið verður í riðla á EM næstkomandi laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner