Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Rangers að veita Celtic alvöru samkeppni
Gerrard er stjóri Rangers.
Gerrard er stjóri Rangers.
Mynd: Getty Images
Það er spenna á toppnum í skosku úrvalsdeildinni. Eftir helgina, að 14 leikjum loknum, eru Celtic og Rangers saman á toppnum, eins og fyrir helgina.

Celtic vann 2-0 sigur á Motherwell á laugardag og lærisveinar Steven Gerrard ætla ekkert að gefa eftir í baráttunni. Þeir unnu gegn Hamilton á útivelli í gær.

Ryan Kent, fyrrum leikmaður Liverpool, reyndist hetja Rangers gegn Hamilton, hann skoraði tvö mörk. Hans fyrstu mörk frá því hann var keyptur fyrir 7 milljónir punda síðasta sumar.

Rangers er núna með jafnmörg stig og Celtic, en með þremur mörkum lakari markatölu.

Celtic og Rangers eru með tíu stiga forystu á liðið í þriðja sæti, Aberdeen.

Það verður fróðlegt að sjá hversu lengi Rangers nær að halda í við Celtic, og hvort þeir nái að stöðva einokun Celtic í Skotlandi. Celtic hefur unnið skosku úrvalsdeildina átta ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner