Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 25. nóvember 2023 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Arteta um Havertz: Það er vegna þess að hann er svo dásamlegur
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Havertz skoraði annað deildarmark sitt
Havertz skoraði annað deildarmark sitt
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var sérstaklega ánægður fyrir hönd þýska sóknarmannsins Kai Havertz eftir 1-0 sigur liðsins á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Havertz hefur átt erfitt tímabil, alveg eins og síðasta tímabili með Chelsea.

Hann hafði aðeins skorað eitt deildarmark fyrir leikinn í kvöld og fagnaði hann því sérstaklega þegar hann gerði sigurmark Arsenal á 89. mínútu.

Arsenal kom sér á toppinn með sigrinum.

„Þegar þú hefur tækifærið til að taka bita af öllum þá verður þú að gera það. Ég var forvitinn að sjá hvernig liðið myndi standa sig. Veturinn er hafinn og það var rosalega kalt og erfitt að koma hingað. Ég dýrkaði það hvernig liðið barðist og spilaði í þessum leik. Ég sá hvað við vildum þetta mikið og áttum við skilið að vinna leikinn,“ sagði Arteta og hrósaði þá Havertz sérstaklega.

„Þetta er það fallega við lífið. Þegar þú ert með hindranir og kemst yfir þær, það gerir þessi augnablik stærri. Það er ástæða þess að fólkið brást svona við í dag, það er af því hann er svo dásamlegur og unun að vinna með. Hann verðskuldaði það meira en allir aðrir að vinna þennan leik.“

Aaron Ramsdale var í markinu í stað David Raya, sem mátti ekki spila, en Arteta sagði lítið um hans frammistöðu.

„Ég er ótrúlega ánægður með liðið og hvernig við spiluðum og okkur tókst að halda hreinu.“

Arsenal leiðir nú titilbaráttuna og vill Arteta halda liðinu á toppnum sem lengst.

„Ég elska að vinna og núna erum við á toppnum. Þarna viljum við vera, en þetta var líka sérstakur dagur fyrir mig sjálfan. 200 leiki og ég vil bara þakka öllum kærlega fyrir að gera starf mitt ánægjulegt,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner