Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. janúar 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Farke: Bikarinn getur hjálpað okkur í deildinni
Mynd: Getty Images
„Við erum mjög ánægðir. Þetta er erfiður völlur að koma á og við áttum skilið að vinna," sagði Daniel Farke, stjóri Norwich, eftir 1-2 útisigur gegn Burnley í bikarnum í gær.

„Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik og við byrjuðum líka vel í seinni. Gott markið hjá Grant, Burnley er gott í föstum leikatriðum en fyrirgjöfin var frábær."

„Þetta gefur okkur sjálfstaust og þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem Norwich kemst í 5. umferð."

„Við gerum okkar besta til að vinna í okkar litla kraftaverki að halda okkur í deildinni. Bikarinn getur hjálpað okkur með það,"
sagði Farke að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner