fös 26. febrúar 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Stórkostleg frammistaða markvarðar Molde
Gleði hjá Molde.
Gleði hjá Molde.
Mynd: Getty Images
Erling Moe, þjálfari norska liðsins Molde, kallar eftir því að markvörðurinn Andreas Linde verði valinn í sænska landsliðið. Linde var hetja Molde í tveggja leikja einvígi gegn þýska liðinu Hoffenheim í Evrópudeildinni.

Molde vann 2-0 sigur í seinni viðureign liðanna í 32-liða úrslitum í gær og vann einvígið samtals 5-3. Heldur betur óvænt.

Sjá einnig:
Sturluð tölfræði í Sinsheim þegar Molde fór áfram

Sóknarlega stal Eirik Ulland Andersen fyrirsögnunum en markvörðurinn Linde var stórkostlegur í leikjunum. Verdens Gang talar um hann sem hetjuna.

„Hann er klassa markvörður. Vonandi náði hann að sýna landsliðsþjálfurum Svía hversu góður hann er," segir Moe.

Linde varði eins og berserkur i einvíginu.

„Þetta var öfgafullt. Þessi frammistaða hans í þessum leikjum... ég er ekki hissa en ákaflega heillaður. Hann átti nokkrar stórkostlegar markvörslur. Hann er án vafa besti markvörður norsku deildarinnar.," segir Ulland Andersen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner