Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern vann kappið um Max Eberl
Mynd: EPA
FC Bayern er búið að ráða Max Eberl sem nýjan stjórnarmeðlim eftir að hann fékk að binda enda á samning sinn við RB Leipzig síðasta haust.

Eberl var yfirmaður fótboltamála hjá Leipzig og ríkti gríðarlega mikil ánægja með hans störf hjá félaginu, en Eberl vildi takast á við nýja áskorun.

Liverpool og Bayern voru bæði á höttunum eftir Eberl, en Þýskalandsmeistararnir höfðu betur að lokum og unnu kapphlaupið.

   16.10.2023 16:36
Liverpool og Bayern berjast um Max Eberl


Eberl er 50 ára gamall og skrifar undir rúmlega þriggja ára samning við Bayern, til sumarsins 2027.

Eberl er uppalinn hjá FC Bayern og lék einn keppnisleik fyrir félagið áður en hann fór til Bochum, Greuther Fürth og að lokum Borussia Mönchengladbach.

Hann starfaði sem yfirmaður fótboltamála hjá Gladbach í fjórtán ár eftir að hafa verið yfirmaður akademíunnar í þrjú ár þar á undan.


Athugasemdir
banner
banner
banner