Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 15:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða"
Icelandair
Glódís gengur út á Laugardalsvöll.
Glódís gengur út á Laugardalsvöll.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA en það fékk leyfi til að spila leikinn að degi til.
Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA en það fékk leyfi til að spila leikinn að degi til.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þegar fréttamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Serbíu fór fram í hádeginu í dag, þá voru 470 miðar farnir úr kerfinu. Þetta er afar mikilvægur leikur en leiktíminn gerir það að verkum að ekki er búist við mörgum áhorfendum á Kópavogsvöll.

Leiktíminn er skrítinn, 14:30, en það er vegna birtuskilyrða. Flóðljósin á Kópavogsvelli eru ekki nægilega sterk en íslenska liðið fékk undanþágu til að spila þar vegna þess að Laugardalsvöllur er ekki í nægilega góðu ástandi á þessum tíma árs.

„Þetta er bara veruleikinn sem við lifum við," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann var spurður út í leiktímann á fréttamannafundi.

„Þetta sýnir stöðu fótboltans á Íslandi varðandi gæði vallar og umgjarðar. Þetta er bara raunveruleikinn sem við búum við; að við eigum ekki völl til að spila á. Það kom aldrei til greina hjá UEFA að hafa leikinn að kvöldi til. Það var skilyrði ef leikurinn yrði á Íslandi að hann myndi fara fram yfir daginn."

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, var einnig á fundinum og var spurð út í málið.

„Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að 'standardinn' sé ekki jafn hár karla- og kvennamegin; að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður. Að kröfurnar séu ekki þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís.

„Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað myndi það skipta okkur gríðarlega miklu máli. Staðan er bara svona núna og við höfum ekki upp á neitt betra að bjóða á Íslandi. Við munum spila þennan leik á morgun og klára þetta í þessum aðstæðum."
Athugasemdir
banner
banner
banner