Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 26. febrúar 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Þaggar niður í gagnrýnisröddum - „Héldu að ég væri búinn“
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, vann enn einn bikarinn undir stjórn Jürgen Klopp í gær er liðið bar sigurorð af Chelsea, 1-0, í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley.

Van Dijk skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu undir lok framlengingar en hann var að skora annan leikinn í röð.

Hollendingurinn kom boltanum í markið eftir klukkutíma leik en það var dæmt af vegna tæknilegrar rangstöðu á Wataru Endo, sem hljóp úr rangstöðu og steig fyrir Levi Colwill sem ætlaði að elta Van Dijk inn í teiginn.

Varnarmaðurinn hefur fengið gagnrýni undanfarin ár að hann sé kominn yfir sitt besta. Sú umræða hófst eftir að hann snéri aftur eftir krossbandsslit fyrir þremur árum.

Hann sýndi það í gær að hann er enn viðmiðið þegar það kemur að varnarmönnum og þaggaði hann ekki bara í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni heldur einnig í myndbandi sem Liverpool birti á samfélagsmiðlum.

„Þau héldu að ég væri búinn,“ sagði Van Dijk sem glotti í myndavélina.


Athugasemdir
banner
banner