Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. mars 2023 18:45
Brynjar Ingi Erluson
„Myndi ekki meika sens að reka hann"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Viaplay
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, stýrði liðinu að stærsta sigrinum frá upphafi í móstleik er það slátraði Liechtenstein, 7-0, í Vaduz í kvöld.

Landsliðsþjálfarinn hefur þurft að að standa undir mikilli gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði.

Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppninni gegn Bosníu og Hersegóvínu á fimmtudag, þar sem hægt var að taka fáa jákvæða punkta úr leiknum en liðið svaraði fyrir það í dag með risasigri í Vaduz.

Kári Árnason, sparkspekingur á Viaplay, segir að það væri alveg glórulaust að reka hann á þessum tímapunkti.

„Ég held að þetta hafi snúist um það hvernig þetta leit út og það var eins og það væri engin framþróun. Eins og þetta væri skref afturá bak og held að það hafi verið ástæðan fyrir því. Við vorum meira að horfa raunsætt á þetta og hvernig KSÍ væri að horfa á þetta og hérna niðri í stúdíó varðandi hans stöðu og hvort hann myndi halda starfinu eða ekki.

„Það myndi ekki meika sense að reka hann þegar það er búið að gefa honum tækifærið og að fá einhvern nýjan inn núna væri smá glórulaust,“
sagði Kári.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var einnig í settinu. Hann var ánægður með spilamennsku íslenska liðsins þó mótstaðan hafi verið lítil sem engin.

„Já, en mótstaðan var engin. Það var eins og þetta væri einhver uppspilsæfing. Við sáum að það var einhver hugmyndafræði í spilinu og það voru bara leikmenn sem fóru eftir því og margir sem blómstruðu í því. Jón Dag, Hákon og Aron náttúrlega. Það gekk upp í þessum leik og við verðum bara að horfa fram á við.“ sagði Gunnar.
Athugasemdir
banner
banner