sun 26. mars 2023 15:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yfirlýsing frá Man City - Foden ekki með gegn Liverpool
Mynd: Getty Images

Phil Foden miðjumaður enska landsliðsins og Manchester City verður fjarverandi næstu daga eftir að hafa fengið botnlangakast og gengist undir aðgerð.


Hann yfirgaf herbúðir enska landsliðsins og gekkst undir aðgerð og City staðfestir að hann muni ekki vera með gegn Liverpool um næstu helgi.

„Manchester City getur staðfest að Phil Foden hefur yfirgefið enska liðið eftir að hafa farið í aðgerð í London. Hann mun ekki verða klár fyrir heimaleik gegn Liverpool í úrvalsdeildinni um helgina. Það er óljóst hversu lengi hann verður frá," segir í yfirlýsingu frá Manchester City.

Hann kom lítið við sögu í sigri Englands gegn Ítalíu á fimmtudaginn. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu en var tekinn af velli fyrir Kieran Trippier á 81. mínútu.


Athugasemdir
banner
banner