Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 26. apríl 2021 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Ítalska knattspyrnusambandið sektar Lukaku og Zlatan
Ítalska knattspyrnusambandið hefur sektað þá Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic fyrir óíþróttamannslega hegðun er Inter og Milan áttust við í ítalska bikarnum í janúar.

Þeim lenti saman í leiknum eftir að Alessio Romagnoli braut á Lukaku en eftir heiftarlegt rifrildi þá ákvað dómari leiksins að spjalda báða menn.

Zlatan kom Milan yfir en var síðan rekinn af velli á 58. mínútu. Lukaku jafnaði metin áður en Christian Eriksen tryggði Inter sigurinn.

Leikmennirnir voru sektaðir af félögunum en ítalska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að sekta leikmennina og félögin.

Zlatan fékk 4 þúsund evra sekt en Lukaku aðeins 3 þúsund evra sekt.

Milan þarg að greiða 2 þúsund evrur en Inter aðeins 1250 evrur.
Athugasemdir
banner