Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 14:54
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Chelsea og Everton: Madueke og Sanchez frábærir - Palmer ískaldur
Robert Sanchez var traustur í marki Chelsea
Robert Sanchez var traustur í marki Chelsea
Mynd: EPA
Noni Madueke og Robert Sanchez voru bestu menn Chelsea í 1-0 sigri liðsins á Everton á Stamford Bridge í dag.

Madueke átti margar góðar rispur í sóknarleik Chelsea á meðan Sanchez varði tvö mjög góð færi Everton-manna og reyndist traustur þegar liðið þurfti á honum að halda.

Þeir fá báðir 8 frá Sky Sports, en Romelo Lavia og Nicolas Jackson komu næstir á eftir með 7.

Cole Palmer heldur áfram að vera ískaldur í liði Chelsea en hann fær 5 fyrir sitt framlag.

Chelsea: Sanchez (8), Caicedo (6), Chalobah (6), Colwill (5), Cucurella (6), Fernandez (6), Lavia (7), Neto (6), Palmer (5), Madueke (8), Jackson (7).
Varamenn: James (5), Sancho (5).

Everton: Pickford (7), Patterson (7), O'Brien (6), Branthwaite (7), Mykolenko (7), Gueye (6), Garner (7), Harrison (6), Doucoure (6), Ndiaye (5), Beto (7).
Varamenn: Alcaraz (7), McNeil (7), Young (6), Chermiti (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner