Crystal Palace er búið að tryggja sér þátttöku í úrslitaleik enska FA bikarsins í þriðja sinn í sögunni, eftir tvo tapleiki gegn Manchester United í fortíðinni.
Palace vann frábæran 3-0 sigur gegn Aston Villa er liðin mættust í undanúrslitum FA bikarsins í dag. Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir og er kantmaðurinn knái Ismaila Sarr útnefndur sem besti leikmaður vallarins.
Sarr skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu og fær 9 í einkunn, alveg eins og markvörðurinn Dean Henderson sem gerði mjög vel að halda markinu sínu hreinu gegn sterkum andstæðingum.
Verstu leikmenn vallarins voru Boubacar Kamara og Marco Asensio, sem fengu fimmur fyrir sinn þátt í tapi Aston Villa.
Crystal Palace: Henderson (9), Munoz (7), Richards (7), Guehi (7), Lacroix (7), Mitchell (7), Wharton (8), Kamada (7), Sarr (9), Eze (8), Mateta (8).
Varamenn: Nketiah (7), Hughes (7).
Aston Villa: Martinez (6), Cash (6), Konsa (6), Torres (6), Digne (6), McGinn (6), Tielemans (6), Kamara (5), Asensio (5), Rogers (6), Watkins (6).
Varamenn: Bailey (7), Maatsen (6), Barkley (6), Malen (6)
Athugasemdir