Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 18:11
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Palace tók Villa í kennslustund
Mynd: EPA
Crystal Palace 3 - 0 Aston Villa
1-0 Eberechi Eze ('31)
1-0 Jean-Philippe Mateta, misnotað víti ('54)
2-0 Ismaila Sarr ('58)
3-0 Ismaila Sarr ('94)

Crystal Palace og Aston Villa mættust í undanúrslitum enska FA bikarsins á Wembley í dag og var fyrri hálfleikurinn nokkuð jafn. Hann einkenndist af mikilli baráttu og laglegu marki frá Eberechi Eze með skoti rétt utan vítateigs.

Aston Villa sýndi meiri kraft í upphafi síðari hálfleiks en átti erfitt með að skapa sér færi gegn baráttuglöðum andstæðingum. Jean-Philippe Mateta klúðraði vítaspyrnu á 54. mínútu en bætti upp fyrir það með stoðsendingu fjórum mínútum síðar. Hann gaf boltann á Ismaila Sarr sem lét vaða með hnitmiðuðu skoti utan teigs og tvöfaldaði þannig forystuna.

Villa tókst ekki að koma til baka gegn Palace, sem bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Aftur var Sarr, sem lagði fyrsta mark leiksins upp með góðri sendingu á Eze, á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hann eftir góða skyndisókn og urðu lokatölur 3-0.

Crystal Palace mætir annað hvort Nottingham Forest eða Manchester City í úrslitaleik bikarsins.
Athugasemdir
banner