Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 26. maí 2020 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Víkingur Ó. skoraði ellefu - Níu marka leikur að Varmá
Gonzalo Zamorano skoraði fimm fyrir Víking Ó.
Gonzalo Zamorano skoraði fimm fyrir Víking Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding vann Hauka í markaleik
Afturelding vann Hauka í markaleik
Mynd: Raggi Óla
Tvö lið í 1. deild karla spiluðu æfingaleiki í kvöld og reyndust þeir afar líflegir en Víkingur Ó. vann Snæfell 11-0 á meðan Afturelding vann Hauka 5-4 í dramatískum leik á Varmárvelli.

Víkingur Ó. afgreiddi fyrsta æfingaleikin fyrir tímabilið nokkuð örugglega er liðið spilaði við Snæfell. Jón Páll Pálmason tók við af Ejub Purisevic og hefur hann fengið nokkra öfluga inn í liðið.

Gonzalo Zamorano skoraði fimm mörk fyrir Víking en þeir Indriði Áki Þorláksson, Pétur Steinar Jóhannsson, Vitor Vieira Thomas, Ólafur Hákonarson, Ívar Reynir Antonsson og Brynjar Vilhjálmsson komust allir á blað.

Ólafur er til skoðunar hjá Ólafsvíkingum en hann er samningsbundinn Stjörnunni.

Það var gleði og gaman í Mosfellsbæ. Afturelding vann þar Hauka 5-4 í ping-pong leik. Eyþór Wöhler kom Aftureldingu yfir áður en Nikola Djuric jafnaði. Gestirnir komust yfir með marki frá Tómasi Leó Ásgeirssyni en Andri Freyr Jónasson jafnaði metin.

Haukar komust yfir í tvígang eftir þetta en það var Aron Daði Ásbjörnsson sem kláraði leikinn fyrir Aftureldingu með tveimur mörkum og lokatölur því 5-4.

Kvennalið HK og ÍR mættust einnig þar sem HK vann 5-2 sigur en Isabella Eva Aradóttir og Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir gerðu báðar tvö mörk. Karen Sturludóttir skoraði einnig fyrir HK.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur Ó. 11 - 0 Snæfell
Mörk Víkings: Gonzalo Zamorano 5, Indriði Áki Þorláksson, Pétur Steinar Jóhannsson, Vitor Vieira Thomas, Ólafur Hákonarson, Ívar Reynir Antonsson og Brynjar Vilhjálmsson.

Afturelding 5 - 4 Haukar
1-0 Eyþór Wöhler
1-1 Nikola Dejan Djuric
1-2 Tómas Leó Ásgeirsson
2-2 Andri Freyr Jónasson
2-3 Oliver Helgi Gislason
3-3 Hafliði Sigurðarson
3-4 Gísli Þröstur Kristjánsson
4-4 Aron Daði Ásbjörnsson
5-4 Aron Daði Ásbjörnsson

HK 5 - 2 ÍR
0 - 1 Markaskorara vantar
1 - 1 Isabella Eva Aradóttir
2 - 1 Karen Sturludóttir
2 - 2 Markaskorara vantar
3 - 2 Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir
4 - 2 Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir
5 - 2 Isabella Eva Aradóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner