Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. maí 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einn skemmtilegasti leikmaður sem ég hef séð koma upp lengi"
Icelandair
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason, íþróttastjóri Viaplay og sparkspekingur, fagnar því að Hákon Arnar Haraldsson sé kominn inn í A-landsliðið en hann hefði viljað sjá Þorleif Úlfarsson í hópnum. Hann segir að núna sé Albert Guðmundsson aðalmaðurinn í liðinu.

Hjörvar ræddi við Sæbjörn Steinke um Viaplay og það sem framundan er þar í hlaðvarpsviðtali sem var birt hér á síðunni í dag.

Landsliðshópurinn fyrir komandi leiki var tilkynntur í gær. Hákon Arnar, sem er 19 ára gamall, er nýliði í hópnum. Skagamaðurinn ungi hefur verið að slá í gegn með FC Kaupmannahöfn, stærsta félagi Skandinavíu.

„Hákon er einn skemmtilegasti leikmaður sem ég hef séð koma upp lengi," sagði Hjörvar. „Ég hlakka til að sjá hann inn á vellinum."

„Albert Guðmundsson er núna aðalgæinn okkar. Ég hlakka til að sjá hvernig hann er sem aðalmaðurinn í liðinu. Hann er 'kallinn' - ég vona að Arnar Þór Viðarsson sjái það þannig."

„Það eina, ég hefði haft svo gaman að því ef Þorleifur Úlfarsson hefði verið valinn í A-landsliðið. Hann tekur Svenn Guðjohnsen og bróður hans í liðið... hefði ekki verið hægt að lauma þessum þarna inn? Mig langaði að sjá hann (Þorleif) á Laugardalsvelli. Ég get ímyndað mér að hann sé að springa úr sjálfstrausti. Það er spennandi að það sé einhver gaur sé að spila á móti Los Angeles Galaxy í LA, tekur sjö skæri, hamrar honum í þakið og rífur sig úr," sagði Hjörvar.

Þorleifur lék með Víkingi Ólafsvík í fyrra en sló í gegn í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og var valinn til Houston Dynamo í nýliðavali MLS-deildarinnar fyrr á þessu ári. Hann er núna byrjaður að skora í MLS; mögnuð saga.
Hjörvar um Viaplay - Meistaradeildin, landsliðið og margt fleira
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner