Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Evans vonar að Ten Hag verði áfram
Mynd: Man Utd
Hinn 36 ára gamli Jonny Evans gekk til liðs við Manchester United síðasta sumar til að bæta reynslu við leikmannahóp Erik ten Hag en engan grunaði hversu mikinn spiltíma kempan átti eftir að fá.

Man Utd lenti í gríðarlega miklum meiðslavandræðum í varnarlínunni og því kom Evans við sögu í 30 leikjum á tímabilinu, þar sem hann spilaði yfir 1500 mínútur í heildina.

Hann var spurður út í framtíð Ten Hag í dag, einum degi eftir bikarúrslitasigur Rauðu djöflanna gegn Manchester City.

„Ég vona að hann verði áfram hjá félaginu. Hann hefur verið frábær fyrir mig persónulega og ég hef þakkað honum fyrir. Við eigum í mjög góðum samskiptum," svaraði Evans.

„Síðan ég kom aftur til félagsins síðasta sumar hefur hann sýnt mér mikið traust. Það er mjög mikilvægt að fá traust frá þjálfaranum. Ég spilaði 30 leiki á tímabilinu og er ótrúlega ánægður."

Mauricio Pochettino, Thomas Tuchel og Kieran McKenna eru meðal mögulegra arftaka Ten Hag hjá Man Utd, verði Hollendingurinn rekinn.

Evans verður samningslaus í sumar en hann segist ekki vera tilbúinn til að leggja skóna á hilluna og er því að leita sér að nýju félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner