Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum úrvalsdeildardómari í bann vegna kynþáttafordóma
Mynd: Getty Images
Fyrrum úrvalsdeildardómarinn Rodger Gifford hefur verið dæmdur í fimm mánaða bann frá fótbolta eftir fordómafull ummæli sem hann lét frá sér í starfi.

Atvikið átti sér stað eftir leik í FA bikarnum í byrjun desember, þar sem einn aðstoðarmaður aðstoðardómara var dökkur á hörund. Gifford starfaði sem eftirlitsmaður dómara á leiknum.

Eftir leik tjáði Gifford sig um flóðljósin og lýsinguna á vellinum sem hann taldi ekki vera nægilega góða. „Við erum heppnir að þú varst ekki aðstoðardómarinn í dag því við hefðum ekki séð þig í myrkrinu," er Gifford sakaður um að hafa sagt. „Nema þegar þú brosir, þá gætum við séð tennurnar þínar."

Gifford starfaði sem úrvalsdeildardómari frá 1992 til 1996 og var skráður sem FIFA og UEFA dómari frá 1986 til 1995.

Gifford er 76 ára gamall og er þetta í annað sinn sem hann brýtur af sér með fordómafullum ummælum á innan við tveimur árum. Engar líkur eru á því að hann muni starfa aftur sem eftirlitsmaður eða fá annað starf innan fótboltaheimsins.

Gifford þarf að greiða 400 pund í sekt og gangast undir sérstakt námskeið til að læra að leiðrétta hegðun sína, en Gifford fór á einnig samskonar námskeið þegar hann braut af sér í fyrra skiptið, fyrir tveimur árum síðan.

Í það skipti var hann sektaður um 200 pund og dæmdur í tveggja mánaða bann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner