Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 26. júní 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Borg: Covid eiginlega eyðilagði framtíð mína hjá Swansea
Í leik með unglingaliði Swansea gegn Arsenal.
Í leik með unglingaliði Swansea gegn Arsenal.
Mynd: Arnór Borg Guðjohnsen
Arnór gerir sig líklegan til að taka aukaspyrnu gegn ÍH í fyrrakvöld. Arnór skoraði þrennu í bikarleiknum.
Arnór gerir sig líklegan til að taka aukaspyrnu gegn ÍH í fyrrakvöld. Arnór skoraði þrennu í bikarleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þriggja ára göml mynd af Arnóri.
Þriggja ára göml mynd af Arnóri.
Mynd: Swansea
Fóbolti.net hafði samband við Arnór Borg Guðjohnsen seint á síðasta ári og fór yfir stöðu mála hjá honum. Þá var hann leikmaður Swansea en síðan hefur hann skipt yfir í Fylki og er samningsbundinn félaginu út þetta keppnistímabil.

Sjá einnig:
Arnór Borg: Loksins að stíga upp úr meiðslum (2. des '19)

Það tók smá tíma að rifta samningnum við Swansea og ákvað Fótbolti.net að heyra í Arnóri og spyrja hann út í síðustu mánuði.

Arnór lék sinn fyrsta leik gegn Norwich eftir erfið meiðsli. Sá leikur fór fram í desember og eftir áramót hafði hann tvisvar sinnum leikið 90 mínútur. Hvernig var tilfinningin að klára 90 mínúturnar eftir þessi löngu meiðsli?

„Tilfinningin að ná að klára 90 mín eftir rúma 13 mánuði í meiðslum var mjög góð, var búinn að bíða eftir því í langan tíma," sagði Arnór.

Skömmu eftir seinni 90 mínúturnar var öllum kappleikjum hætt vegna heimsfaraldursins. Fannst Arnóri hann vera kominn á gott skrið á þeim tímapunkti?

„Rétt fyrir covid var ég kominn á gott skrið, var búinn að ná tvisvar 90 mín og stóð mig mjög vel. Covid kom á mjög óheppilegum tíma fyrir mig og eiginlega eyðilagði bara framtíðið mína hjá Swansea. Þeir létu flesta fara úr U-23 liðinu sem komu utan frá vegna faraldursins."

Arnór æfði með Breiðabliki í smá tíma áður en hann fór á æfingar hjá Fylki. Hvernig nákvæmlega var samningsstaða Arnórs úti hjá Swansea?

„Ég var samningsbundinn Swansea til lok tímabilsins [út júlí] en á endanum fékk ég félagið til að rifta samningnum þannig ég gæti farið að leita að liði annars staðar. Svo kom ég heim og byrjaði að æfa með Blikum í u.þ.b. tvær vikur aður en ég ákvað að prófa hjá Fylki."

Arnór skrifaði undir hjá Fylki út yfirstandandi tímabil. Hvað heillaði við Fylki?

„Mér leist mjög vel á Fylki, geggjaður hópur og sá fyrir mér góð tækifæri hjá félaginu."

Er stefnan sett á að fara aftur erlendis eftir þetta tímabil?

„Ég er núna samningsbundinn Fylki út tímabilið og er bara með fullan focus á það. Svo kemur bara í ljós með framhaldið," sagði Arnór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner