Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 26. júní 2020 23:51
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Smit hjá karlaliði Stjörnunnar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mbl.is greinir frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefur greinst með kórónuveiruna.

Iðkendur hjá Stjörnunni hafa verið varaðir við því að mæta á æfingasvæði félagsins á morgun vegna smits hjá meistaraflokki karla.

Mbl greinir einnig frá því að leik hjá 3. flokki kvenna hefur verið frestað vegna smitsins. 3. flokkur Stjörnunnar átti að mæta Breiðabliki.

Næsti leikur meistaraflokks Stjörnunnar átti að vera á heimavelli gegn KA á sunnudag. Ljóst er að þetta smit gæti lamað Íslandsmót karla að hluta rétt eins og smit leikmanns Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna.

Yfirlýsing Stjörnunnar:
„Nú í kvöld bárust fregnir af því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu er smitaður af Covid-19.

Sökum þess hefur verið ákveðið að allar æfingar sem fara áttu fram á svæði knattspyrnudeildar Stjörnunnar munu falla niður þar sem starfsmenn félagsins munu sótthreinsa félagsaðstöðuna.

Umf Stjarnan mun vinna náið með Almannavörnum og KSÍ á næstu klukkutímum og kappkosta við það að koma frekari upplýsingum á framfæri þegar að þær liggja fyrir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner